Home » Bannaðir börnum, eldri borgarar » Smokkurinn á rettuna

Smokkurinn á rettuna

Tvær gamlar konur sátu á strætisvagnastöð og biðu eftir vagninum, en önnur var að reykja sígarettu.

Skyndilega byrjaði að rigna og þá teygði sú þeirra sem var að reykja sig í handtöskuna sína og náði sér í smokk, klippti af honum endann og…………rúllaði honum upp á sígarettuna. Þannig hélst sígarettan þurr á meðan hún hélt áfram að reykja.

Vinkona hennar sá þetta og sagði: “Hey, þetta er góð hugmynd. Hvaða fyrirbæri er þetta sem þú settir utan um sígarettuna?”

“Þetta kallast smokkur,” svaraði sú gamla með rettuna.

“Smokkur, já,” sagði sú fyrri. “Hvar ætli maður nái í slíkt?”

Sígarettukonan svaraði því til að hægt væri að kaupa smokka í öllum apótekum. Þegar vinkonurnar komu niður í bæ gekk sú fyrri beint inn í næsta apótek og spurði lyfjafræðinginn hvort hann seldi smokka.

Apótekarinn hélt það nú, en var greinilega dálítið hissa á að þessi fjörgamla kona skyldi spyrja um þess háttar vöru. Hann reyndi samt að láta ekki á neinu bera og spurði því, “og hvaða stærð má bjóða þér?”
Sú gamla hugsaði sig um í smástund og svaraði síðan: “Já, hann verður að passa utan um Camel”.

Deildu gleðinni með öðrum!
  • Twitter
  • Facebook
  • email
  • StumbleUpon
  • Delicious
  • Google Reader
  • LinkedIn
  • BlinkList